

Stólarnir SKATA (1959) og HAMAR (1961), sem eru hannaðir af Halldóri Hjálmarssyni húsgagnaarkitekt, eiga það sameiginlegt að vera fyrstu íslensku stólarnir úr formbeygðum krossviði.
Framleiðsla þeirra hófst einungis örfáum árum eftir að fyrsti Maurinn eftir Arne Jacobsen leit dagsins ljós, og eru þeir því meðal allra fyrstu húsgagna sem sóttu sér innblástur í þessa byltingarkenndu hönnun, sem upphaflega má rekja til tilrauna hjónanna Ray og Charles Eames með formbeygð húsgögn.
Endanlegt form SKÖTU og HAMARS má síðan rekja til frekari þróunar á þessari nýstárlegu aðferð, en hið mittislaga bak gerði þá mun sterkari en fyrirmyndirnar, án þess að minnka sveigjanleikann. Samsetning var einnig einfölduð, en til þess voru þróaðar egglaga gúmmífestingar sem minna á egg skötufisksins. Þessi nýja tegund festinga hefur einnig þann kost að dempa öll hljóð, sem síðan gerir stólana einstaklega hljóðláta, þegar þeim er staflað eða þeim ýtt til og frá.
Í anda þess tíma, þá var innblásturinn einnig sóttur í náttúruna, en fyrir utan að vísa í íslenska þýðingu á nafn "Ray" Eames, þá dregur hin kvenlega SKATA nafn sitt af samnefndum fiski á meðan hinn karlmannlegi HAMAR dregur nafn sitt frá hamarshákarlinn og vísar þannig í stólinn „Hammerhead“ eftir Arne Jacobsen.
SKATA og HAMAR mynda síðan gott samspil karl- og kvenlegra forma, sem saman geta og skapað skemmtilegt og lifandi umhverfi.
Báðir stólarnir eru staflanlegir auk þess að vera léttir og fyrirferðarlitlir, sem gerir þá að góðum valkosti þar sem pláss er lítið.

HALLDÓR HJÁLMARSSON (1927-2010)
Hönnuður SKÖTU og HAMARS er Halldór Hjálmarsson húsgagna- og innanhússarkitekt, (1927-2010),
Halldór lærði húsgagnasmíði hjá föður sínum og síðar húsgagnaarkitektúr í Kaupmannahöfn, þar sem hann nam hjá meisturum eins og Hans J. Wegner og Poul Kjærholm.
Að námi loknu hóf eigin framleiðslu, samhliða því að hanna ýmis önnur húsgögn og innréttingar en þekktust annarra verka hans eru kaffihúsið Mokka.

Hér má sjá samtímamenn Halldórs og félaga í nýstofnuðu Félagi íslenskra húsgagna- og innanhússarkitekta (FÍHA), hver á sínum stól.
1. Halldór Hjálmarsson
2. Helgi Hallgrímsson
3. Gunnar Theodorsson
4. Gunnar Guðmundsson
5. Þorkell Guðmundsson
6. Árni Jónsson
7. Kjartan Á. Kjartansson
8. Hjalti G. Kristjánsson
Sýning húsgagnaarkitekta 1961














